Meira af úttektarmálum
Trausti Þorsteinsson og fylgdarlið koma hingað miðvikudaginn 16.febrúar og ljúka að ræða við og hitta þá aðila sem enn voru eftir er þau komu á dögunum.
En eins og menn m
Trausti Þorsteinsson og fylgdarlið koma hingað miðvikudaginn 16.febrúar og ljúka að ræða við og hitta þá aðila sem enn voru eftir er þau komu á dögunum.
En eins og menn muna þurfti þá að fella niður fundi vegna skæðrar flensu sem herjaði bæði á heima- og norðanmenn. Verða hér í tvo daga.
Ætlunin er að ljúka í þessari ferð þeim viðtölum sem eftir voru. Trausti mun hitta skólastjóra grunnskólanna svo og aðila innan íþrótta-og æskulýðsgeirans svo og munu þau funda með menningar- og tómstundaráði í Íþróttamiðstöðinni á miðvikudag kl. 17:00. Einnig er ætlunin að ræða við forstöðumenn Athvarfsins, Félagsmiðstöðvarinna, Skóladagheimilisins og etv. fleiri.
Enn og aftur viljum við minna á netfangið skolamal@vestmannaeyjar.is þar sem menn geta sent inn línu, fyrirspurnir og athugasemdir vegna úttektar á skóla-íþrótta- og æskulýðsmálum, sem komið verður áleiðis til verkefnastjórans Trausta Þorsteinssonar.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.