3. ágúst 2004

Marsterclass 15 ágúst - 22. ágúst.

Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari kemur ásamt fríðu föruneyti eins og undanfarin ár. Sjá nánar dagskrá hér fyrir neðan. Kennarar ?Marsterclass  2
Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari kemur ásamt fríðu föruneyti eins og undanfarin ár. Sjá nánar dagskrá hér fyrir neðan.

Kennarar ?Marsterclass  2004" verða sem áður þau Áshildur Haraldsdóttir flauta, Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Guðmundur H. Guðjónsson píanó, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, en Love Derwinger heimsþekktur píanóleikari frá Svíðþjóð og Gunnar Kvaran selló, munu bætast í hópinn.

Óhætt er að segja að síðasti ?Masterclass" og tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum hafi farið mjög vel fram og vart var enn meiri ánægju hjá nemendum og kennurum og velvild frá heimamönnum en á árinu áður. Því var fagnaðarefni þegar áhuga gætti hjá bæjarstjórnarfólki að gera hátíðina og námskeiðið áfram að árvissum viðburði í bæjarlífi Vestmannaeyja og tónlistarlífi á Íslandi segir Áshildur. . Kennarar léku á hátíð kennara og fóstra auk þess að leika í messum og á þrennum opinberum tónleikum. Aðsókn að tónleikunum var góð.  T.d. voru haldnir tónleikar í bátnum Víkingi að frumkvæði heimamanna og nemendur léku fyrir sjúklinga og vistmenn á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og  í Hraunbúðum.

Stefnt er að því að að hátíðin í ár verði byggð upp á sama hátt og í fyrra. Námskeiðið verður aftur haldið frá laugardegi 14. ágúst til sunnadags til 22. ágúst ?04. Almennir tónleikar verða þó líklega ekki alfarið á sömu dögum og síðast þar sem Vestmannaeyjabær verður gestasveitarfélaga á Menningarnótt í Ráðhúsi Reykjarvíkur og búast má við að nokkuð af heimamönnum verði fjarverandi vegna þátttöku í dagskrá þeirri er boðið verður upp af bæjarbúum þar.  

Fyrirkomulag verður auglýst síðar, fyrirspurnum er svarað hjá Guðmundi H. Guðjónssyni skólastjóra Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum, menningarfulltrúa Vestmannaeyja eða á fræðslu- og menningarsviði.

Nánari upplýsingar um Masterclass er að finna á slóðinni  www.Masterclass.is  og er dagskráin eftirfarandi:

Sunnudagur 15. ágúst  Kl. 17:00 - 18:00 Tónleikar kennara Master class, í sal Tónlistarskólans.  Aðgangur ókeypis

Miðvikudagur 18.ágúst Kl.  Tónleikar kennara og nemenda við kertaljós í Klettshelli um borð í bátnum Víkingi.  40 miðar til sölu / Viking tour

Fimmtudagur 19. ágúst kl 20:00 Gala- tónleikar kennara og úrval nemenda Masterclass 2004 leika hátíðardagskrá í sal Tónlistarskólans  Ókeypis.

Laugardagur 21. ágúst Kl 17:00 Nemendatónleikar í sal Tónlistarskólans, aðgangur ókeypis.

Sunnudagur 22. ágúst  Kl 13:00 - 14:00 í Höllinni.  Lokatónleikar kennara og nemenda Masterclass 2004.  Aðgangur ókeypis.

Fræðslu og menningarsvið


Jafnlaunavottun Learncove