30. maí 2006

Margt að gerast í Eyjum um hvítasunnuna 3. - 5. júní !

Fjölskylduhelgi Vestmannaeyjabæjar, þar sem félags-og fjölskyldusvið og fræðslu-og menningarsvið standa fyrir fjölskylduleik þar sem hvert heimili fær vegabréf og fyrir hvern dagskrárlið sem fjölskyldan tekur þátt í fær hún stimpi

Fjölskylduhelgi Vestmannaeyjabæjar, þar sem félags-og fjölskyldusvið og fræðslu-og menningarsvið standa fyrir fjölskylduleik þar sem hvert heimili fær vegabréf og fyrir hvern dagskrárlið sem fjölskyldan tekur þátt í fær hún stimpil í vegabréfið. Þeir sem skila inn vegabréfum með 5 eða fleiri staðfestum atburðum eiga möguleika á vinningi. Margir viðburðir verða í gangi eins og t.d. gönguferðir, tuðruferðir, spröngukennsla, opið í púttsal eldriborgara, Taflfélag Vestmannaeyja verður með opið hús, skátaþrautir í Skátastykki. Einnig verður frítt í sund og íþróttahús á laugardeginum og frítt á söfnin á 2. í hvítasunnu, margt fleira verður í boði.

· Dagar lita og tóna á vegum Listvinafélagsins, jasstónleikar laugardags- og sunnudagskvöld í Akóges,

· Tónleikar í Landakirkju með Ellen Kristjánsdóttur og Eyþóri Gunnarssyni á sunnudeginum.

· EYJA FEST tónleikar fyrir 18 ára og eldri, 13 hljómsveitir frá Eyjum og fastalandinu koma fram á Prófastinum 2. og 3. júní, fjörið byrjar kl. 22.00 bæði kvöldin.

· Sjóstangaveiðimót á vegum Sjóstangafélags Vestmannaeyja laugardag og sunnudag, bátar koma að landi 14.30.

· Golfmót, Net - Hampiðjan á laugardeginum, minningarmót um Jakobínu Guðlaugsdóttur á sunnudeginum.

· Berglind Kristjánsdóttir opnar listasýningu sína í Eyjabústöðum sunnudaginn 4. júní.

Í tilefni fjölskylduhelgarinnar munu veitingastaðir og verslanir bjóða upp á ýmis tilboð yfir helgina. Sjá dagskrá fjölskylduhelgarinnar hér fyrir neðan.

Fjölskylduhelgi dagana 3.,4. og 5.júní 2006

Laugardagurinn 3.júní

· Setning Fjölskylduhátíðar í anddyri Íþróttamiðstöðvar.

· Opnun myndlistasýningarinnar List án landamæra. Kór æskulýðsstarfs fatlaðra í Landakirkju tekur lagið.

· 9.00 - 18.00 Frítt fyrir fjölskylduna í sund. Ef veður leyfir verða tónleikar á útisvæði Sundlaugarinnar kl. 16.00 - 17.00

· 10.00 - 12.00 Íþróttasalir opnir fyrir alla. Þrautabraut fyrir yngstu börnin í gamla salnum, badminton og fl. í nýja íþróttahúsinu.

· 13.00 - 16.00 Eldri borgarar taka á móti gestum í púttsal sínum í Ísfélagshúsinu.

· 14.00 - 17.00 Opið hús hjá taflfélaginu við Heiðarveg. Hægt að taka skák við yngri og eldri skákmenn félagsins.

· 13.00 - 16.00 Sig- og spröngukennsla í Spröngunni. Umsjón: Björgunarfélag Vestmannaeyja

· 13.00 - 16.00 Tuðruferðir í umsjón úteyjarmanna. Mæting við smábátahöfnina.

o Keppendur í sjóstangaveiðimóti verða við bryggju.

· 16.00 - Örnefnaganga og náttúruskoðun í Stórhöfða mæting við Höfðavík Leiðsögumenn Hávarður Sigurðsson og Kristján Egilsson. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

· Dagar lita og tóna í Akóges.

Sunnudagurinn 4.júní

· 11.00 - 12.00 Fjölskyldumessa í Landakirkju.

· 13.30 - Fjölskylduganga, mæting inn við Spröngu - Sýslumannskór - Fiskhellar - Hundraðmannahellir- Mormónapollur endað við Kaplagjótu. Leiðsögumaður Ólafur Týr Guðjónsson

· Keppendur í sjóstangaveiðimóti verða við bryggju.

14.00 - 16.00 Skátar taka á móti gestum í Skátastykki, útiþrautir, ratleikur og skátakakó.

· 15:00 Opnun glerlistasýningar Berglindar Kristjánsdóttur í sal Eyjabústaða.

· Tónleikar í Landakirkju hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson.

· 21.00 Dagar lita og tóna í Akóges.

Mánudagurinn 5.júní

o 11.00 - 17.00 Náttúrugripasafnið, frítt fyrir fjölskylduna.

o 11.00 - 17.00 Byggðarsafnið og Landlyst, frítt fyrir fjölskylduna

o Hellaganga með Gísla Óskarssyni mæting við Strembuhelli. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

o 14.00 - 16.00 Golfklúbburinn með opið hús. Félagsmenn kynna íþróttina.

o 14.00 - 17.00 Opið hús hjá taflfélaginu við Heiðarveg. Hægt að taka skák við yngri og eldri skákmenn félagsins.

o 20.00 - Kaffi Kró, draugasögur frá Vestmannaeyjum, krakkar úr upplestrarkeppni grunnskólanna lesa valdar sögur frá Eyjum.

Golfklúbbur Vestmannaeyja stendur fyrir golfmótum 3. og 4 júní. Einnig standa ungir tónlistarmenn frá Eyjum fyrir tónleikahátíðinni EYJA FEST á Prófastinum 2. og 3. júní.

Í tilefni fjölskylduhelgarinnar munu veitingastaðir og verslanir bjóða upp á ýmis tilboð.

Félags- og fjölskyldusvið og fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove