Mannaskiptaverkefni Leonardo
Fulltrúar frá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands /Leonardo verða með kynningarfundi á Leonardo Mannaskiptaverkefni Evrópusambandsins í Vestmannaeyjum mánudaginn 17. janúar 2005. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Fulltrúar frá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands /Leonardo verða með kynningarfundi á Leonardo Mannaskiptaverkefni Evrópusambandsins í Vestmannaeyjum mánudaginn 17. janúar 2005. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Í rannsóknarsetri Háskóla Íslands við Strandveg 3 hæð kl. 13:30
Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum kl. 15:30
Þessir fundir eru sérstaklega áhugaverðir fyrir nemendur á framhaldsskóla og háskólastigi sem hafa áhuga á skiptinámi við erlenda skóla.
Einnig er hægt að fá ferða og uppihaldsstyrki fyrir kennara, leiðbeinendur, starfsmannastjóra og alla þá sem sjá um starfsþjálfun og vilja kynna sér námsframboð, starfsaðferðir, starfsþjálfun eða koma á tengslaneti við menntastofnanir í Evrópu.
Nýsköpunarstofa