13. október 2004

Málverk Júlíönu Sveinsdóttur og vefnaður í Listasafni Vestmannaeyja

Listviðburður. Ein af þekktustu dætrum Eyjanna.  Flest verkin koma frá Listasafni Íslands  og opnar sýningin 14.október kl. 20.00 í Listasafninu í Safnahúsinu.  Allir vel

Listviðburður. Ein af þekktustu dætrum Eyjanna.  Flest verkin koma frá Listasafni Íslands  og opnar sýningin 14.október kl. 20.00 í Listasafninu í Safnahúsinu.  Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur frá Fögrubrekku verður í Listasafni Vestmannaeyja frá 14.október til 14. nóvember. Júlíana var ein af okkar mestu listamönnum á 20. öld. Listasafn Íslands hefur lánað um 20 verk til sýningar í Vestmannaeyjum.

Sýningin verður formlega opnuð fimmtudaginn 14. október kl. 20.00 í Listasafni Vestmannaeyja, það er staðsett í Byggðasafninu. Mun Dagný Heiðdal,deildarstjóri á Listasafni Íslands og halda fyrirlestur um feril Júlíönu Sveinsdóttur. Öllum bæjarbúum er boðið velkomið á meðan húsrúm leyfir.

Vegna sýningarinnar verður Byggðasafnið og Listasafnið opið alla daga frá kl. 13.00 til 17.00. Bæjarbúar eru hvattir til að láta þennan einstaka listviðburð ekki framhjá sér fara. 

Sýnishorn verka Júlíönnu

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove