18. febrúar 2005

Málþing um ferðamál í Rangárþingi og næsta nágrenni.

Haldið að frumkvæði Rotaryklúbbs Rangæinga og ferðamálasamtakanna. Meira samstarf og samvinna var rauði þráðurinn í máli manna. Einar Guðfinnsson formaður Ferðamála
Haldið að frumkvæði Rotaryklúbbs Rangæinga og ferðamálasamtakanna.
Meira samstarf og samvinna var rauði þráðurinn í máli manna. Einar Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs flutti ávarp. Magnús Oddsson framkvæmdastjór Ferðamálaráðs fór yfir sóknarfærin í ferðaþjónustu.
 
Margir áhugaverðir hlutir í bígerð og vinnslu og m.a. var Pompei norðursins tekið sem dæmi um eitt af áhugaverðustu verkefnunum sem hefðu nýverið komið fram.  Þingmenn mættu á svæðið og fluttu stutt erindi, þau Lúðvík Bergvinsson, Drífa Hjartardóttir, Magús Þór Hafsteinsson og fleiri.  Ekki áttu allir þingmenn kjördæmisins heimangengt en það var gerður góður rómur að ræðum þeirra. 
 
Máliþingið var hið skemmtilegasta og fróðlegt að heyra hvað menn voru að undirbúa og bardúsa og fá framtíðarsýn.
 
Dagskrá hófst með setningu Guðm. Inga Guðmundssonar forseta Rótarýs.
Því næst flutti Einar Guðfinnsson ávarp sitt, síðan fór Eymundur Gunnarsson atvinnu-og ferðamálafulltr. Rangársþings yfir Sögu ferðaþjónustu og framtíðarsýn þeirra í Rangárþingi.  Menn þáðu kaffiveitingar í boði Landsbankans á Hvolsvelli.
Viðurkenningar voru veittar og síðan fluttu Friðrik Pálson, Hótel Rangá, Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónustu bænda, Valgerður Brynjólfsdóttir, Árbakka, Renata Hanneman, Herríðarhóli og Ragnheiður Jónasdóttir reynslusögur og röktu í stuttu máli hvernig þeirra starfsemi væri háttað. 
 
Þá stigu þingmennirnir á stokk og eftir stuttar umræður var þessu ágæta málþingi slitið.  Ferða-og menningarfulltrúi Kristín Jóhannsdóttir, Valgeir Arnórsson frá Flugfélagi Vey, Sigmundur Einarsson frá Viking tour og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri sátu þetta þing sem fulltrúar Vestmannaeyja ásamt Lúðvíki Bergvinssyni bæjarfulltrúa.
 
Sjá dagskrá
 
   
RÓTARÝKLÚBBUR  RANGÆINGA

MÁLÞING
Ferðamál í Rangárþingi
Hvoli, Hvolsvelli 17. febrúar 2005
14:00 Setning - Guðmundur Ingi Gunnlaugsson forseti Rótarýklúbbs Rangæinga

14:20 Ávarp - Einar Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs

14:40 Saga ferðaþjónustu og framtíðarsýn í Rangárþingi
-Eymundur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltr. Rangárþings

15:00 Sóknarfæri í ferðaþjónustu - Magnús Oddson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs

15:20 Kaffiveitingar í boði Landsbankans á Hvolsvelli

15:40 Afhending viðurkenningar Rótarýklúbbs Rangæinga
- Sveinn Runólfsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

16:00 Stuttar reynslusögur ferðaþjónustuaðila
- Friðrik Pálsson, Hótel Rangá
- Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónustu bænda
- Valgerður Brynjólfsdóttir, Árbakka
- Renata Hanneman, Herríðarhóli
- Ragnheiður Jónasdóttir, Hellu

16:30 Stutt ávörp þingmanna Suðurkjördæmis
17:00 Umræður
17:30 Málþingi slitið - Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Fundarstjórar: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður Ferðamálaráðs
Tæknimaður: Skúli Ragnarsson, Rótarýklúbbi Rangæinga
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyja.
 

Jafnlaunavottun Learncove