21. júlí 2025

Lundaveiði 25. júlí – 15. ágúst 2025

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að heimila lundaveiði á tímabilinu 25. júlí til 15. ágúst 2025.

Ráðið leggur ríka áherslu á að veiðistýring taki ávallt mið af ástandi og viðkomu lundastofnsins. Samkvæmt lögum er hefðbundið veiðitímabil lunda frá 1. júlí til 15. ágúst.


Réttur til veiða

Veiðifélög hafa nytjarétt á landi í eigu Vestmannaeyjabæjar. Eftirfarandi félög hafa slíkan rétt:

  • Úteyjar: Hafa sín eigin veiðifélög.
  • Veiðifélag Ystikletts
  • Veiðifélag Stórhöfða
  • Veiðifélag Heimaeyjar: Hefur veiði- og nytjarétt í Dalfjalli, Klifi, Heimakletti, Miðkletti, Litla Höfða og Kervíkurfjalli.

Á svæðum sem heyra undir þessi veiðifélög – bæði í úteyjum og á upptöldum stöðum á Heimaey er einungis heimilt að veiða með leyfi viðkomandi veiðifélags.


Almenn veiði

Eina svæðið á Heimaey þar sem einstaklingar utan veiðifélaga hafa heimild til lundaveiða er í Sæfellinu.


Veiðikort og umgengni

Til að stunda lundaveiði er gilt veiðikort frá Umhverfisstofnun skilyrði.

Vestmannaeyjabær hvetur alla veiðimenn til að ganga vel um, virða lundastofninn og gæta hófs í veiðum.


Jafnlaunavottun Learncove