Ljósmyndasýning í safnahúsinu
Ljósmyndasafn Vestmannaeyja sem er staðsett í Safnahúsinu er búið að setja upp ljósmyndir í anddyri Safnahússins. Ljósmyndirnar bera yfirskriftina ?HVER ER MAÐURINN?". Til sýnis eru 155 ljósmyndir
Ljósmyndasafn Vestmannaeyja sem er staðsett í Safnahúsinu er búið að setja upp ljósmyndir í anddyri Safnahússins.
Ljósmyndirnar bera yfirskriftina ?HVER ER MAÐURINN?".
Til sýnis eru 155 ljósmyndir af fólki sem eru til í safni Ljósmyndasafns Vestmannaeyja. Þetta eru ljósmyndir af fólki sem við vitum ekki deili á.
Við ætlum því að biðja fólk sem þekkir til fólksins á þessum ljósmyndum að hjálpa okkur með því að fylla út þar til gerð eyðublöð sem eru í afgreiðslu bókasafns.
Ljósmyndirnar eru til sýnis á opnunartíma bókasafnsins sem er mánudaga til fimmtudaga 11-19, föstudaga 11-17 og laugardaga 13-16.
Með kveðju Starfsfólk Ljósmyndasafns Vestmannaeyja