26. ágúst 2004

Leynist idolstjarna í þér? Tökum þetta með trompi og styðjum hvert annað.

Irís Guðmundsdóttir söngkona mun veita grunnleiðsögn fyrir áheyrnarprófið í Höllinni þann 3. sept. nk. á Café Kró, mánudaginn 30. ágúst og þriðjudaginn 31. ágúst frá kl. 20:00 - 22:00.  Aldur 16 - 28 ár

Irís Guðmundsdóttir söngkona mun veita grunnleiðsögn fyrir áheyrnarprófið í Höllinni þann 3. sept. nk. á Café Kró, mánudaginn 30. ágúst og þriðjudaginn 31. ágúst frá kl. 20:00 - 22:00.  Aldur 16 - 28 ára.

"Aldrei of seint að skrá sig?, sagði Þór Freysson einn af framleiðendum Idolsþáttarins á fundi sem framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs átti með þeim í Reykjavík.  "Við erum vissir um að erfitt verður að toppa ykkur? - og það vonum við svo sannalega.  Alla vega skulum við hafa gaman af þessu og mæta vel.

Fræðslu-og menningarsvið hefur í samvinnu við Listaskólann ákveðið að styðja við bakið á væntanlegum þátttakendum með því að fá Írisi Guðmundsdóttur söngkonu til liðs við sig og veita æfingabúðum forstöðu, sem staðsettar verða á Café Kró nk. mánudags- og þriðjudagskvöld milli kl. 20:00 og 22:00  Þetta er hugsað sem forupphitun, þarna fá þátttakendur góð ráð, s.s. hvernig best er að bera sig að, losa sig við mesta taugatitringinn og hrissta úr sér hrollinn og síðast en ekki síst að fá stuðning hvert af öðru.  Væntanlegir þátttakendur mæta á svæðið auglýst kvöld og hafa samband við Írisi í síma 898 - 72024, ef nánari upplýsinga er þörf.  Allir byrja að læra textann og syngja fyrir fjölskyldumeðlimi, hvort sem þeir vilja hlusta eða ekki. Óðinn Hilmars vetur alla innan sinna vébanda að taka þátt.

Stöð 2 mætir með upptökubílinn og verða Bubbi, Sigga og Þorvaldur í fararbroddi.  Framkvæmdastjóri hitti framleiðendurna Pálma, Þór og Heimir og hlakkar þá mikið til að koma og heimsækja Eyjarnar, hyggjast taka upp efni víðsvegar á Eyjunni og sprella með okkur að hætti hússins.  Spurðu mikið um Eyjastuðið og hrekkjalóma.  Þeir voru fullvissaðir um að við létum ekki okkar eftir liggja að koma þeim á óvart.

Við viljum hvetja alla sem hafa leitt hugann að taka þátt að láta nú verða af því og nota tækifærið sem býðst í upphitunar- og æfingarbúðum Írisar Guðmundsdóttur.  Sömuleiðis hvetjum við foreldra og aðra aðstandendur að standa nú vel við bakið á verðandi stjörnum.  Markmiðið er að alla sem langar drífi sig og rúsínan yrði nú ef við sigruðum.  Allt er hægt.  Áfram Eyjar!

Andrés Sigurvinsson, fræðslu og menningarsvið.


Jafnlaunavottun Learncove