Leikfélagið frumsýnir
Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir færði Leikfélaginu blóm og þakkir frá bæjarstjórn og hélt stutta tölu um mikilvægi leiklistarstarfsemi fyrir menningar- og bæjarllífið. Gamanleikritið
Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir færði Leikfélaginu blóm og þakkir frá bæjarstjórn og hélt stutta tölu um mikilvægi leiklistarstarfsemi fyrir menningar- og bæjarllífið. Gamanleikritið Makalaus sambúð er samstarfsverkefni Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Leikfélags Vestmannaeyja.
Það voru þakklátir áhorfendur sem yfirgáfu leikhúsið eftir að hafa verið á frumsýningu leikfélagsins. Skemmst er frá að segja að sýningin heppnaðist í alla staði vel, leikendur máttu hafa sig alla við að keyra í gegn um hlátursrokurnar sem einkenndu alla sýninguna. Skemmtilegur gamanleikur sem leikstjórinn Ásgeir Sigurvaldason ásamt hópnum snaraði yfir á íslensku. Þetta var heimfært upp á 6 kvenhlutverk og 2 karlahlutvert hérna. Alls taka 8 leikarar þátt í uppfærslunni, stærstu hlutverkin eru leikin af þeim Ástu Steinunni Ástþórsdóttur og Erlu Ásmundsdóttur. Stóðu þær sig einkar vel og má það sama segja um allan leikhópinn og uppsetninguna í heild.
Til hamingju með sýninguna og undirritaður hvetur bæjarbúa að láta þetta nú ekki fram hjá sér fara. Bæjarblöðin gera sýningunni skil í vikunni. Sýningar munu standa yfir næstu vikur.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsviðs Vestmannaeyja.