27. febrúar 2024

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir tækjamanni í Þjónustumiðstöð

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk.

Tækjamaður 
Verkefni Þjónustumiðstöðvar er magþætt og lúta helst að umhverfistengdum verkefnum, þjónustu við stofnanir sveitarfélagsins, þjónustu við fráveitu Vestmannaeyja, gatnagerð ásamt tilfallandi verkefnum. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Stjórnun stærri tækja og þungavinnuvéla s.s. gröfu, vörubíls og götusóps.
  • Viðhald tækja, vinnuvéla og bíla í samráði við yfirmann
  • Ýmiskonar viðhald s.s. viðhald gatna, gönguleiða og holræsa
  • Ýmiskonar flutningur og önnur þjónusta við stofnanir bæjarins
  • Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjórar bæjarins óska eftir.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meirapróf
  • Vinnuvélaréttindi
  • Starfsreynsla er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Góð samskiptafærni, sveigjanleiki og rík þjónustulund
  • Góð íslenskukunnátta

_________________________________________________________________________

Tækjamaður hefur aðsetur í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar.

Vinnutími er frá 07:30 til 17:00 virka daga og nauðsynlegt er að bregðast við aðkallandi verkefnum utan þess tíma ef þörf er á. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Jónsson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar í síma 897-7540 eða með tölvupósti joi@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) eða Drífanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsókn ásamt menntunar- og starfsferilskrá sendist á postur@vestmannaeyjar.is eða með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk.