16. nóvember 2023

Laust til umsóknar starf safnstjóra Sagnheima

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns.

Safnstjóri er jafnframt staðgengill forstöðumanns Safnahúss Vestmannaeyja. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni safnstjóra eru að annast daglegan rekstur Sagnheima og safndeilda sem heyra þar undir, vinna að uppsetningu sýninga og varðveislu safngripa. Þá skipuleggur safnstjóri, í samstarfi við forstöðumann, fjölbreyttar menningartengdar dagskrár og hvers kyns aðra viðburði í Safnahúsinu sem ætlað er að miðla þeim ríkulega menningararfi sem söfnin varðveita. Um er að ræða dagvinnu, en safnstjóri þarf jafnframt að geta unnið utan hefðbundins vinnutíma í tengslum við viðburði sem haldnir eru utan opnunartíma safnsins.

Helstu verkefni eru:

  • Daglegur rekstur Sagnheima og safndeilda sem heyra þar undir.
  • Yfirumsjón með munavörslu, skráningu, úrvinnslu og kynningu á safnmunum.
  • Móttaka gesta.
  • Umsjón með safnkennslu.
  • Skipulagning viðburða, sýninga og dagskráa á vegum Safnahúss.
  • Gerð umsókna um fjárstyrki og eftirfylgni með veittum styrkjum, þ.m.t. skýrslugerð.
  • Vinna við stefnumótun, framtíðarsýn og framkvæmd safnastarfa í samstarfi við aðra starfsmenn og forstöðumann.
  • Samstarf um menningarviðburði á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á sviði safnamála er kostur.
  • Reynsla af skipulagningu viðburða er kostur.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samskiptahæfni og færni til koma fram fyrir hönd stofnunarinnar.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt getu til að setja fram á skýran hátt mál í ræðu og riti.
  • Krafa um góða alhliða tölvukunnáttu, s.s. Excel og Word.
  • Aðrir þættir sem nýst geta í starfi. 

_________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss í síma 488 2040, 892 9286 eða með tölvupósti, kari@vestmannaeyjar.is

Umsóknir ásamt menntunar- og starfsferilsskrám óskast sendar með tölvupósti á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og merktar „Safnstjóri“.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2024.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsóknarfrestur um starfið er til 30. nóvember 2023.


Jafnlaunavottun Learncove