Laust til umsóknar staða kennsluráðgjafa
Skólaskrifstofa Vestmannaeyja óskar eftir kennaramenntuðum einstaklingi í í stöðu kennsluráðgjafa á grunnskólastigi. Um er að ræða 70% starf.
Kennsluráðgjafi starfar sem sérfræðingur á vegum skólaskrifstofu og sinnir hlutverki ráðgjafa við grunnskóla Vestmannaeyja. Kennsluráðgjafi vinnur með stjórnendum og kennurum að því að styrkja faglegt starf skólanna þannig að öll börn fái sem best notið sín í skólasamfélaginu. Kennsluráðgjafi annast m.a. kennslufræðilegar greiningar, skimanir og eftirfylgd, tekur þátt í teymisvinnu og sinnir ráðgjöf og fræðslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir fræðslu og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir.
- Veitir stuðning og handleiðslu vegna fjölbreyttra og árangursríkra kennsluhátta með áherslu á snemmbæran stuðning í skóla.
- Veitir stuðning við nýbreytni- og þróunarstarf skóla, m.a. með ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk skóla.
- Innheimtir og fer yfir einstaklingsnámskrár nemenda.
- Hefur yfirsýn og heldur skráningu um alla þá þjónustu sem nemendur með sérþarfir njóta innan grunnskóla Vestmannaeyja.
- Skipuleggur og framkvæmir skimanir og athuganir í árgöngum og vinnur að úrræðum í samvinnu við stjórnendur skóla.
- Vinnur að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna.
- Vinnur í þverfaglegu samstarfi skóla- og velferðarþjónustu.
- Önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starfssvið hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu og farsæl kennslureynsla.
- Framhaldsmenntun á sviði kennslu- og menntunarfræða.
- Þekking á fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum.
- Reynsla af handleiðslu og ráðgjöf til kennara og starfsfólks.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
- Logos- og Talnalykilsréttindi er kostur.
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og samskiptahæfileikar.
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti.
- Góð tölvukunnátta.
____________________________________________________________________________
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2024. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir Helga Sigrún Þórsdóttir deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála, helgasigrun@vestmannaeyjar.is og berast umsóknir á sama netfang.
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.