19. desember 2022

Laus störf í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Vilt þú vinna á skemmtilegum og líflegum vinnustað?

Lausar til umsóknar eru eftirfarnandi stöður í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja:

  • 40% staða baðvarðar karla, sem hentar einstaklega vel með námi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. maí 2023, með möguleika á ráðningu í fullt starf í sumar.

  • Tímavinna, öll kyn hvött til að sækja um.

Helstu verkefni:

  • Bað- og sundlaugarvarsla
  • Eftirlit með tækjum og búnaði
  • Sinna mælingum og eftirliti með gæðum sundlaugavatns
  • Afgreiðsla og þrif
  • Aðstoða gesti eftir þörfum
  • Framfylgja öryggis- og umgengisreglum sundlauga
  • Upplýsa gesti um öryggis- og umgengnisreglur sundlauga

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
  • Standast hæfnispróf sundstaða sbr. reglugerð fyrir sundstaði
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og jákvæðni
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags. Vakin er athygli á því að Vestmannaeyjabær hefur hlotið Jafnlaunavottun.

Umsóknarfrestur er til og með 09.01.2023

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Helgi, forstöðumaður, í síma 488 2401 eða í gegnum netfangið hakon@vestmannaeyjar.is. Umsóknir skulu berast á sama netfang. Vinsamlegast látið ferilskrá fylgja með í viðhengi.

 


Jafnlaunavottun Learncove