19. apríl 2004

Laus störf

Sumarafleysingar og laus störf í málefnum fatlaðra Þjónustuíbúðir Vestmannabraut 58b Við leitum að hæfu og áhugasömu fólki til starfa við afleysingar í sumar. Um er að ræða tvær stöður s

Sumarafleysingar og laus störf í
málefnum fatlaðra

Þjónustuíbúðir Vestmannabraut 58b
Við leitum að hæfu og áhugasömu fólki til starfa við afleysingar í sumar. Um er að ræða tvær stöður stuðningsfulltrúa; 70% annars vegar og 100% hins vegar. Um er að ræða vaktavinnu frá 30. apríl - 9. sept. 

Verndaður vinnustaður
Kertaverksmiðjan Heimaey leitar eftir áhugasömum starfsmanni í starf stuðnings-fulltrúa. Starfið felst m.a. í því að vera þátttakandi við að skapa fötluðum starfsmönnum aðstöðu til margháttaðra framleiðslustarfa og leitast við að auka færni þeirra til að takast á við sem flest störf innan vinnustaðarins. Um er að ræða 100% framtíðarstarf frá 1. júní n.k.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða reynslu í störfum með fötluðum.

Frekari liðveisla
Við leitum að hressu og áhugasömu fólki til starfa við frekari liðveislu til lengri tíma. Verkefni frekari liðveisla er að veita einstaklingum með fötlun sem eru í sjálfstæðri búsetu margháttaða persónulega aðstoð í daglegu lífi, s.s. aðstoð við heimilishald, aðstoð við að sinna persónulegum þörfum og aðstoð við að taka þátt í félagslífi og tómstundum. Um er að ræða 30% starf fyrir hádegi á virkum dögum; 60-70% starf fyrir og eftir hádegi ásamt nokkrum klst. um helgi og 15% starf fyrir hádegi og eftir kl. 17.00 á virkum dögum.

Félagsleg liðveisla
Við leitum að hressu og áhugasömu fólki til starfa við félagslega liðveislu í sumar og til lengri tíma. Liðveisla veitir einstaklingum með fötlun persónulegan stuðning og aðstoð til að taka þátt í félags- og tómstundastarfi. Um er að ræða hlutastörf með fötluðum börnum og unglingum og er vinnutíminn 4-5 klst. á viku seinnipart dags, á kvöldin og/eða um helgar.

Í sumar leitum við að einstaklingi til að sinna störfum liðveislu með ungum dreng. Um er að ræða 50%-100% starf tímabilið júní -ágúst.

Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf liggja frammi í Þjónustuveri Ráðhússins. Umsóknarfrestur er til 5. maí. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Laun fyrir störf stuðningsfulltrúa og í frekari liðveislu eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR) og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs. Laun vegna félagslegrar liðveislu eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 488-2000.

 


Jafnlaunavottun Learncove