Laus staða deildarstjóra stoðþjónustu í Barnaskólanum
Grunnskóli Vestmannaeyja – Barnaskóli
Gleði –öRyggi -Vinátta
Starfshlutfall 100% (50-75% stjórnunarhlutfall)
Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.
Haustið 2024 mun skipurit GRV breytast og skólanum verður skipt upp í tvær sjálfstæðar einingar.
Óskað er eftir deildarstjóra stoðþjónustu í Barnaskóla, sem mun þá starfa undir skólastjóra Barnaskóla.
Í skólastarfinu er lögð áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og góðan námsárangur en jafnframt er sérstök áhersla á þróunarverkefnið Kveikjum neistann.
Deildarstjóri stoðþjónustu er stjórnendum og kennurum til aðstoðar í því sem tengist stoðþjónustu skólans ásamt því að viðhalda virkum tengslum við nemendur og foreldra.
Deildarstjóri stoðþjónustu hefur umsjón með og ber ábyrgð á skilgreindum verkefnum í stjórnun og kennslu skólans og vinnur náið með deildarstjórum, skólastjóra og kennurum.
Helstu verkefni:
|
Hæfniskröfur:
- Leyfi til þess að nota starfsheitið grunnskólakennari
- Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða kennslureynsla á grunnskólastigi
- Viðbótarmenntun í sérkennslu kostur.
- Samstarfshæfni og góð færni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Metnaður í starfi og áhugi á þróunarverkefninu Kveikjum neistann.
____________________________________________________________________________
Starfsmaður þarf að geta hafið störf 15. ágúst.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 24. júní nk. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á: Önnu Rós Hallgrímsdóttur núverandi skólastjóra GRV: annaros@grv.is , eða Einar Gunnarsson tilvonandi skólastjóra Barnaskóla: einargunn@grv.is
Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Rós og/eða Einar.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.