Landnámsbær og langskip hlaut 1.5 miljón króna styrk frá menntamálaráðuneytinu
Opin menning á sviði fornleifa og fornleifafræði. MTV styður einnig verkefnið og er í samstarfi við Margréti Hermanns Auðardóttur verkefnisstjóra.
Samkvæmt tilkynningu menntamálaráðuneytis , hlaut verkefnið - Landnámsbær og langskip: Opin menning á sviði fornleifa og fornleifafræði - 1.5 m.kr. styrk frá ráðuneytinu. Í tilkynningunni segir m.a. að 46 umsóknir hefðu borist, þar sem sótt var um 103 m.kr. samtals. Aftur á móti voru einungis 10 m.kr. til ráðstöfunar og af 46 umsóknum fengu 11 styrk, svo við megum vel við una því við fengum 15% af þeim 10 m.kr. sem til skiptanna voru.
Áður en gengið verður frá samkomulagi við ráðuneytið um greiðslu styrksins þurfa þeir sem að verkefninu standa að fara yfir framlagða verk- og kostnaðaráætlun 2004/2005, þar sem enn vantar upp á fjármögnun hennar. Verið er að vinna í þeim málum og m.a. hafa nokkur einkafyrirtæki verið nefnd til sögunnar.