Lagfæringar á húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar
Undanfarin ár hafa miklar endurbætur verið unnar á húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar.Steini og Olli, sem aðalverktakar hafa séð um framkvæmdirnar, en það fyrirtæki var lægstbjóðandi í verkið í útboði sem fram fór árið
Undanfarin ár hafa miklar endurbætur verið unnar á húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar.
Steini og Olli, sem aðalverktakar hafa séð um framkvæmdirnar, en það fyrirtæki var lægstbjóðandi í verkið í útboði sem fram fór árið 1998. Miklar breytingar hafa orðið á mannvirkinu, en nú í sumar lauk framkvæmdum í sal 1, við veggi og loft. Einungis er eftir að setja nýtt íþróttagólf í salinn, sem væntanlega verður framkvæmt á næsta ári og telst þá umsömdum framkvæmdum, við Steina og Olla, lokið.
Umhvefis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar