Kvennafrídagurinn 24. október
Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi.
Þá lögðu 90% íslenskra kvenna niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 hvetur sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Bæjarráð ræddi kvennafrídaginn á fundi sínum þann 15. október síðastliðin og lagði til þar sem því er við komið að þeir sem ætla að sækja viðburði tengda deginum geti farið úr vinnu kl. 14:00 þann dag.