Kveikt á jólatrénu 2. des. á Baldurshagalóðinni.
Langur fimmtudagur, verslanir opnar til kl. 22:00. Lúðrasveit, Leikfélagið, Lærisveinar, Jólasveinar, hugvekja og ávarp forseta bæjarstjórnar.
Vestmannaeyjabær og Félag kaupsýslumanna hafa haft samstarf með að skipuleggja dagskrá. Menn eru hvattir til að mæta við athöfnina og að henni lokinni að kíkja í versalanirnar og huga að jólainnkaupunum. Dagskráin verður þessi:
Kveikt verður á jólatrénu á Baldurshagalóðinni við Vesturveg/Bárustíg kl. 18.00 og mun Lúðrasveit Vestmannaeyja leika í upphafi, þá flytur Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarp, Sr. Kristján Björnsson flytur hugvekju, Litlir lærisveinar syngja og félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja verða með skemmtiefni. Þá munu jólasveinar mæta á svæðið með glaðning í pokahorninu og að athöfninni lokinni er bæjarbúum boðið að þiggja veitingar ( kakó og piparkökur ) á Lanternu.
Sjá dagskrá hér fyrir neðan
Athöfnin hefst kl. 18:00
- Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur
- Ávarp forseta bæjarstjórnar Guðrúnar Erlingsdóttir.
- Hugvekja. Sr. Kristján Björnsson.
- Barnakór syngur.
- Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja skemmta
- Jólasveinar mæta á svæðið með glaðning í poka.
- Veitingar að athöfn lokinni.
Vakin er athygli á því að verslanir í bænum verða almennt opnar til kl. 22.00 þetta kvöld.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar