31. ágúst 2005

Klúbbastarf í Féló

- Auglýst er eftir þátttakendum í klúbba í vetur.Nú þegar að starf félagsmiðstöðvarinnar Féló er að fara á fullt er óskað eftir þátttakendum í klúbba í vetur. Síðustu ár hefur klúbbastarfið verið að aukast töluvert

- Auglýst er eftir þátttakendum í klúbba í vetur.
Nú þegar að starf félagsmiðstöðvarinnar Féló er að fara á fullt er óskað eftir þátttakendum í klúbba í vetur. Síðustu ár hefur klúbbastarfið verið að aukast töluvert og nú er einnig óskað eftir hugmyndum í nýja klúbba. Hugmyndir þurfa ekkert að vera neitt flóknar heldur er í raun alveg nóg að markmið klúbbsins sé að hittast einu sinni í viku og borða sveppasúpu saman eða eitthvað álíka. Þó má einnig kom með hærri markmið.
Þeir klúbbar sem nú þegar er vitað um eru:

  • Pizzugerðarklúbbur - hist einu sinni til tvisvar í mánuði og bakaðar grúvulega góðar pizzur. Erum komin með pizzuofna í Féló, þannig að þetta verður klúbburinn!
  • Útvarpsklúbbur - sjá um þáttagerð fyrir Útvarp Samfés á rás 2 og vikulegar útsendingar í allan vetur. Klúbburinn sér líka um undirbúning á Jólarásinni.
  • Fatahönnunarklúbbur - keppir fyrir hönd Féló á fatahönnunar-, förðunar- og hárgreiðslukeppninar STÍLL sem er haldin í Kópavogi 19. nóvember.
  • Stelpuklúbbur - hittast einu sinni í viku og gera það sem þær vilja, skipuleggja stelpukvöld og fleira. Varla þarf að taka fram að þessi klúbbur er bara fyrir stelpur!
  • Fjölmiðlaklúbbur - sjá um síðu í Vaktinni og þátt á Fjölsýn!

Hægt er að skrá sig í Skráning á heimasíðu Féló www.eyjar.is/felo.

Ef þú hefur aðrar hugmyndir, láttu okkur þá vita í gegnum Skráninguna.

Tekið af heimasíðu Féló www.eyjar.is/felo


Jafnlaunavottun Learncove