Kennsla hjá öllum fram að hádegi á morgun í grunnskólunum.
Kennarar funda eftir hádegi, en kennt verður í 1. - 3. bekk Barnaskólans skv. stundarskrá.
Á fundi sem haldinn var að frumkvæði foreldarfélaga grunnskólanna kom fram að reiknað væri&n
Kennarar funda eftir hádegi, en kennt verður í 1. - 3. bekk Barnaskólans skv. stundarskrá.
Á fundi sem haldinn var að frumkvæði foreldarfélaga grunnskólanna kom fram að reiknað væri með eðlilegu skólastarfi fram að hádegi á morgun þriðjudag í grunnskólunum. Eftir hádegi verður haldinn kennarafundur, sem að sögn Svövu Bogadóttur formanns Kennarafélags Vestmannaeyja er lögboðinn réttur kennara að halda.
Fundurinn var vel sóttur og sátu hann fulltrúar foreldra frá báðum skólum, skólastjórnendur, fræðsluyfirvöld og bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Menn ræddu málin opinskátt og fram kom að enginn var ánægður með það ástand sem væri ríkjandi í skólamálunum og menn ætluðust til að það færi að sjá fyrir endann á þessu ástandi.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.