25. nóvember 2004

Katla 1918

Ljósmyndasýning frá Kötlugosi 1918, sem opnuð var á "Nótt safnanna" komin  í anddyri Safnahússins  og verður uppi fram til áramóta. Ljósmyndir sem teknar voru af Kjartani Guðmundssyni ljósmynda

Ljósmyndasýning frá Kötlugosi 1918, sem opnuð var á "Nótt safnanna" komin  í anddyri Safnahússins  og verður uppi fram til áramóta.

Ljósmyndir sem teknar voru af Kjartani Guðmundssyni ljósmyndara.  Hann var ljósmyndari í Vík í Mýrdal á þeim tíma og þetta eru einu ljósmyndirnar sem teknar voru af gosinu. Árið 1924 flutti hann til Vestmannaeyja og var hér til dauðadags árið 1950.

Ljósmyndirnar eru teknar á glerfilmur sem hafa verið skannaðar inn og myndirnar lagaðar í tölvu af Höllu Einarsdóttur á Ljósmyndasafni Vestmannaeyja í Safnahúsinu við Ráðhúströð.

Nánar um Kötlugosið  1918 - 12. okt. - Lýsingar á gosinu 1918 eru, eins og ætla má, ítarlegri en nokkru öðru Kötlugosi og ætlum við stikla aðeins á því helsta. Ein merkasta heimildin um þetta gos eru ljósmyndir sem segja meira en mörg orð. þar sem mikið magn ísbjarga, allt að 40 metra há, fóru af stað. Útreiknað gjóskufall í þessu gosi er áætlað um 700 milljónir rúmmetra. Gjóskan dreifðist svipað og í gosinu 1721 þar að segja mjög víða um land. Hlaupinu var lýst sem stórfenglegu en þess fyrst var vart um nónbil og 2 1/2 klst. síðar var það komið í hámark. Aurframburðurinn myndaði 3 km. tanga sem var um stund syðsti tangi Íslands. Tjón af gosinu var óverulegt og átti einungis nokkrir fótum sínum fjör að launa.

Sjá enn frekar á vef http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/katlaannall.htm

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestm.


Jafnlaunavottun Learncove