22. apríl 2013

Kapteinn Kohl - Sýslumaðurinn sem breytti sögu Vestmannaeyja

Sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk., verður þess minnst að þá eru 160 ár liðin frá því kapteinn Kohl var skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum.
Skansinn kl. 14:00

Arnar Sigurmundsson rekur tengsl Kohls við Skansinn og Landlyst.

Lúðrasveitin flytur hersöng Kohls.

Ásmundur Pálsson skýtur af fallbyssu.

Haldið fylktu liðið undir trommuslætti upp í Safnahús.

 

Safnahús kl. 14:45

Karl Gauti Hjaltason: Frá forneskju til framfara - Hvernig kapteinn Kohl breytti tíðarandanum í Eyjum 1853 – 1860.

Óskar Guðmundsson: Skyggnst í kringum kaptein Kohl – og dálítið um niðja hans.

 

Að lokinni dagskrá verður haldið út í kirkjugarð og lagður blómsveigur á leiði Kohls í virðingar og þakklætisskyni.

Hægt er að taka þátt í allri dagskránni eða hluta hennar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er styrkt af menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja og Visku.


Jafnlaunavottun Learncove