Júlíana Sveinsdóttir (7 ára) opnaði sýningu alnöfnu sinnar í Listasafni Vestmannaeyja.
Sl. fimmtudag var opnuð sýning á verkum Júlíönnu Sveinsdóttur í Listasafni Vestmannaeyja. Forstöðumaður Safnahúss Nanna Þóra Áskelsdóttir tók á móti gestum og bauð þá velkomna inn á Bókasafnið þar sem fyrri hluti dagskrár sýningarinnar fór fram.
Þar flutti Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs stutt ávarp og þakkaði f.h. bæjaryfirvalda Listasafni Íslands og forstöðumanni Safnahússins vandaða undirbúningsvinnu og þeim öðrum sem lögðu hönd á plóg við að fá verk Júlíönu Sveinsdóttur hingað til Vestmannaeyja. Jafnframt þakkaði hann fjölskyldu Júlíönu Sveinsdóttur listmálara fyrir hjálpina og ekki síst Júlíönnu Sveinsdóttur alnöfnu hennar fyrir að ætla að aðstoða hann við að opna sýninguna. Benti hann m.a. á mikilvægi sýningahalds sem þessa í uppeldi og menntun yngri kynslóðarinnar og hvatti foreldra og forráðamenn að koma nú með ungviðin og láta þennan listviðburð ekki framhjá sér fara.
Ánægjulegt var hvað að sjá hvað margir bæjarbúar sáu sér fært að vera viðstaddir opnuna. Að loknu ávarpi framkvæmdastjórans flutti Dagný Heiðdal deildarstjóri Listasafns Íslands erindi um lífshlaup listakonunnar. Hann var einkar fróðlegur og vandaður og fór hún yfir lífsferil Júlíönu Sveinsdóttur í stórum dráttum og var ekki annað að heyra en hann áheyrendum vel í geð. Vonandi verður hægt að birta hann í heild sinni hér bráðlega.
Júlíana Sveinsdóttir listmálari hvílir hér í kirkjugarði Vestmannaeyja.
Einnig spilaði Agnes Gústafsdóttir á þverlautu nokkur Eyjalög og er henni og Tónlistarskóla Vestmannaeyja færðar bestu þakkir fyrir framlagið. Mönnum fannst ekki ónýtt að geta gengið um og virt Vestmannaeyjamyndir Júlíönnu fyrir sér undir seiðandi tónum flautunnar.
Sýningin mun standa til 14. nóvember, verður Listasafnið og Byggðasafnið opið alla daga frá kl. 13.00 til 17.00, af því tilefni. Hægt er að kaupa plagöt og kort á Listasafninu með myndum af verkum Júlíönu.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.