Jólakort á Netinu
- eftir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum
Fram að áramótum verður opinn jólakortavefur á Menntagátt. Allir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum geta sent inn myndir og verða þær sjálfkrafa að jólakortum. Innsendar myndir verða sýnilegar á vefnum fram til áramóta og getur hver sem er skoðað myndirnar og sent þær sem jólakort til vina og ættingja um allan heim.
Hver nemandi getur sent inn fleiri en eina mynd og ekki skiptir máli hvort myndir eru sendar heiman að frá eða úr skóla. Myndirnar eru flokkaðar eftir skólastigum og eru engar sérstakar kröfur gerðar til þeirra aðrar en að myndefnið henti á jólakort og að sköpunargleðin fái að njóta sín.
Auk þess sem allir nemendur fá myndirnar sínar birtar á jólakortavefnum hljóta 20 myndir sérstaka viðurkenningu og verða höfundar þeirra verðlaunaðir þann 16. desember.
Jólakortavefurinn opnaði 19. nóvember og þegar hafa fjölmargir nemendur sent inn myndir. Borist hafa skannaðar myndir, myndir teknar á stafrænar myndavélar, myndir unnar í myndvinnsluforritum eða myndir unnar með því að blanda þessum aðferðum saman.
Frekari upplýsingar um jólakortavefinn, myndvinnslu og fleira má nálgast á vef Menntagáttar www.menntagatt.is
Björn Sigurðsson
bjorn@menntagatt.is
540 3000