23. desember 2024

Jólagjöf frá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær færði öllu starfsfólki bæjarins jólagjafakort í ár. Á gjafakortunum eru myndir eftir þrjá listamenn úr 1. bekkjum GRV - Hamarsskóli 

Í ár eru listamenn úr 1. bekkjum GRV - Hamarsskóla, Heimir Már, Ester Lóa og Hrafndís Júlía sem hafa myndskreytt jólagjafakort Vestmannaeyjabæjar. Kortinu fylgir segull á ískápinn sem yndislega starfsfólkið okkar í Heimaey, vinnu og hæfingastöð, hefur verið að búa til núna í haust. 

Vinnan sem lögð er í verkefnið er margvísleg og fjölbreytt, allt frá hugmyndavinnu að framkvæmd. Eru þau afar þakklát og glöð að fá að taka þátt í jólagjöfunum frá Vestmannaeyjabæ. Þetta verkefni tengir þau við samfélagið og vinnan sem þau leggjum í gjafirnar hefur ákveðinn tilgang og markmið.

Vestmannaeyjabær þakkar nemendum í 1. bekk, kennurum og stuðningfulltrúum fyrir fyrir öll fallegu listaverkin og öllu starfsfólki hjá Heimaey-vinnu og hæfingarstöð fyrir fallega segla. Framlög þeirra gera gjöfina persónulega og fallega.

Vonandi njóta allir vel og við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar


Jafnlaunavottun Learncove