Jazztríó Stolza og co. í Gamla Áhaldarhúsinu.
Ólafur Stolzenwald og félagar koma á nótt safnanna.
Á nótt safnanna á laugardag verður m.a. boðið upp á jazztónleika í Gamla Áhaldahúsinu. Þar verður Jazztríó Stolza og co. Forsvarsmaðurinn, Ólafur Stolzenwald, bassaleikari, er Vestmannaeyingum að góðu kunnur, ekki síst þar sem hann hefur verið nánast fastur liður á Dögum lita og tóna. Að auki á hann ættir að rekja til Eyja en afi hans var hinn eini og sanni Stolzenwald klæðskeri, oftast nefndur Stolzi. Með Ólafi eru úrvalsmenn, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, sem verður á föstudagskvöld með útgáfutónleika í Reykjavík, ásamt hollensku tríói sem hann leikur að jafnaði með. Þá er sænski trommuleikarinn Erik Qvick þriðji meðlimurinn í tríói Stolza. Hann er jazztrommari númer eitt á Íslandi í dag og er á annarri hverri hljómplötu landans. Þeir félagar munu flytja blandað jazzefni, bæði frá gamla swingtímabilinu og bebop tímabilinu.
Fræðslu- og menningarsvið Vestm.