12. maí 2005

Jass í Eyjum um Hvítasunnu.

Á laugardagskvöld þann 14. og hvítasunnudagskvöld þann 15. maí n.k. verða haldnir jasstónleikar í Akóges, og hefjast þeir kl. 21 bæði kvöldin. Fram koma Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal í 8 manna bandi, sem í eru m.a. 4 af bestu

Á laugardagskvöld þann 14. og hvítasunnudagskvöld þann 15. maí n.k. verða haldnir jasstónleikar í Akóges, og hefjast þeir kl. 21 bæði kvöldin. Fram koma Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal í 8 manna bandi, sem í eru m.a. 4 af bestu saxofónleikurum landsins. Að auki kemur fram kvartetts Andrésar Þórs.
Á hvítasunnudag kl 16 verða tónleikar í Landakirkju, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, en þar koma fram Gunnar Gunnarsson, orgelleikari og Sigurður Flosason, saxófónleikari.

Listvinafélag Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove