Jafnréttisnefnd Vestmannaeyjabæjar
Á fundi jafnréttisnefnda Vestmannaeyjabæjar þriðjudaginn 25. maí 2004 var neðanskáð ályktun samþykkt:
Jafnréttisnefnd Vestmannaeyjabæjar tók fyrir á fundi sínum í dag umræðu um skiptingu verðlaunafjár í Landsbankadeildinni í fótbolta. Það vekur undrun og hneykslan nefndarmanna hvernig háttað er skiptingu verðlaunfjár milli kynja í Landsbankadeildinni. Þykir ljóst að KSÍ og Landsbankinn hafa ekki haft jafnréttissjónarmið í huga við þessa ákvarðanatöku. Slík skipting getur vart verið til þess fallin að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna stöðu kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar. Hverjar sem skoðanir aðila eru á skiptingu verðlaunafjár verður að teljast óeðlilegt með öllu að ÖLL sæti Landsbankadeildar kvenna fá lægri framlög en fallsæti Landsbankadeildar karla. Hver eru skilaboð KSÍ og Landsbankans til allra þeirra fjölmörgu kvenna sem leggja stund á þessa íþrótt á Íslandi?