Íþróttafélagið Ægir nældi sér í brons
Íþróttafélagið Ægir tók þátt í alþjóðlegu móti á vegum Special Olympics í Danmörku um síðustu helgi.
Árangurinn hjá félaginu lét ekki á sér standa og náði handknattleiksliðið sér í brons verðlaun en í liðinu eru þau Arnar Bogi, Katrín Helena, Anton, Guðni Davíð, Birgir Reimar, Róbert, Gummi og Óli Jóns. Í Bocia lentu þær Júlíana og Ylfa í 5. sæti. Þjálfarar og fararstjóri voru þau Beddi, Sylvía, Soffía, Ósk og Setta.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti þeim við komuna til Eyja í dag þar sem vel var tekið á móti hópnum með blómum og glaðning.