28. maí 2024

Íþróttafélagið Ægir nældi sér í brons

Íþróttafélagið Ægir tók þátt í alþjóðlegu móti á vegum Special Olympics í Danmörku um síðustu helgi. 

Árangurinn hjá félaginu lét ekki á sér standa og náði handknattleiksliðið sér í brons verðlaun en í liðinu eru þau Arnar Bogi, Katrín Helena, Anton, Guðni Davíð, Birgir Reimar, Róbert, Gummi og Óli Jóns. Í Bocia lentu þær Júlíana og Ylfa í 5. sæti. Þjálfarar og fararstjóri voru þau Beddi, Sylvía, Soffía, Ósk og Setta. 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti þeim við komuna til Eyja í dag þar sem vel var tekið á móti hópnum með blómum og glaðning. 

  • 442420940_1149290949532875_3944972733275056115_n
  • 436365460_1505038106891731_1414060306161696743_n
  • 436536744_430083796551294_4171582498965693132_n
  • 436486144_1155620245656340_7471417533270974082_n
  • 436355551_822605149795898_3091277290338113720_n
  • 442463160_766973618930942_8523290589453651004_n

Jafnlaunavottun Learncove