ÍBV íþróttafélag og Vestmannaeyjabær undirrita samstarfssamning
Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar.
Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn.
Samningurinn markar áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu íþróttalífi í Vestmannaeyjum. Íþróttir gegna lykilhlutverki í samfélaginu – þær efla heilsu, samkennd og félagsleg tengsl og skapa jákvæð tækifæri fyrir fólk á öllum aldri.
Vestmannaeyjabær leggur ríka áherslu á að styðja við íþróttafélög og félagasamtök sem vinna að velferð og virkni íbúa, og er þessi samningur liður í því mikilvæga starfi.