Hvetjum bæjarbúa til að flagga goslokafánanum!
Goslokahátíðin hefst formlega á morgun, fimmtudaginn 3. júlí, klukkan 16:00 með setningu hátíðarinnar í Ráðhúslundi.
Í tilefni þess eru bæjarbúar hvattir til að flagga goslokafánanum og taka þannig virkan þátt í hátíðarhöldunum! Hægt er að skoða dagskránna hér
Fáninn skartar goslitunum fjórum; svörtum, rauðum, appelsínugulum og gulum. Þessir litir hafa þó tvöfalda merkingu, rétt eins og fáninn sjálfur, og segja sögu eldgossins og bjartari tíma sem fylgdu í kjölfarið.
Við upphaf gosins þann 23. janúar, á fáninn að snúa með svarta flötinn upp. Þá sýna gosstrókarnir þrír sig rísa upp í loft og lýsa upp dimma vetrarnóttina. Hins vegar, við goslok, ætti fáninn að snúa eins og margir þekkja með svarta flötinn niður. Þá sjást hraunhólarnir og vikurinn sem eftir sat í forgrunni en á himni er sumarroði og hækkandi sól, sem táknar bjartari tíma og endurreisn.
Hægt er að kaupa goslokafánan og veifur á bókasafninu.