4. febrúar 2004

Hvernig gerum við góða skóla betri

Stýrihópurinn sendir út bréf til formanna hinna ýmsu ráða og stjórnenda. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundi stýrihóps um skólamál þann 3. febrúar 2004. 1.  

Stýrihópurinn sendir út bréf til formanna hinna ýmsu ráða og stjórnenda. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundi stýrihóps um skólamál þann 3. febrúar 2004.

1.      Mælst er til þess að grunnskólar, leikskólar og listaskóli tilnefni fulltrúa sína í þrjá starfshópa með fulltrúum stjórnenda, kennara, foreldra og nemenda. Mælst er til þess að kennara-, nemenda- og foreldraráð verði virkjuð í fyrirhuguðu starfi þannig að sem flest sjónarmið fái notið sín. Hóparnir verði þannig skipaðir:

a.      Grunnskóli: Tveir fulltrúar stjórnenda ( skólastjórar, aðstoðarskólastjórar, deildastjórar), tveir fulltrúar kennara, fjórir fulltrúar foreldra og tveir fulltrúar nemenda. Kennararáð skólanna í samráði við Kennarafélag Vestmannaeyja velji fulltrúa stjórnenda og kennara, foreldraráð skólanna velji fulltrúa foreldra og nemendaráð skólanna velji fulltrúa nemenda.

b.      Leikskóli: Þrír fulltrúar stjórnenda (leikskólastjórar, aðstoðarleikskólastjórar, deildastjórar), þrír fulltrúar leikskólakennara og sex fulltrúar foreldra. Leikskólastjóra- og deildarstjórafundir velji fulltrúa stjórnenda, 9da deild velji fulltrúa leikskólakennara og foreldraráð foreldrafélaganna velji fulltrúa foreldra.

c.      Listaskóli: Tveir fulltrúar stjórnenda og kennara, tveir fulltrúar nemenda og tveir fulltrúar foreldra. Skólastjóri og aðrir yfirstjórnendur velji fulltrúa stjórnenda og kennara, 3 nemendur skólans ( gæta vel að aldursskiptingu ) velji fulltrúa nemenda og foreldrafélag ( Skólalúðrasveitarinnar) velji fulltrúa foreldra.

2.      Hóparnir fái það hlutverk að svara spurningunni ,,Hvernig gerum við góða skóla betri?"

3.      Í vinnu sinni skulu hóparnir leggja höfuðáherslu á hinn faglega og félagslega þátt skólastarfsins en jafnframt verði fjárhagslegi þátturinn hafður til hliðsjónar. Þá gætu hóparnir haft til hliðsjónar þætti eins og samvinna, samþætting, efling stiga, sérdeildir, heildagsskóli, frístundaskóli, tónlist í skólum, foreldrasamstarf, einstaklingsmiðað nám o. s.frv.

4.      Hóparnir skulu leggja allt kapp á að vinna hratt og vel og skila tillögum munnlega og skriflega til Stýrihóps um skólamál til framtíðar sem fyrst og eigi síðar en 4. mars næst komandi. Hóparnir ráði vinnutilhögun sinni sjálfir. Eftir að þeir hafa komist að niðurstöðu velja þeir fulltrúa sína, einn eða tvo úr hverjum hópi til þess að kynna tillögur sínar fyrir stýrihópi um skólamál.

5.      Stýrihópur um skólamál tekur tillögur vinnuhópanna til umfjöllunar ásamt úttekt Menntamálaráðuneytisins á stöðu skólamála Vestmannaeyjabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög og úttekt á fjárhagslegum rekstri  skólakerfisins í Vestmannaeyjum, sbr. 2. mál stýrihóps frá 23. jan. sl. og 1. máls  frá 28. jan sl.

6.      Stýrihópur um skólamál skal í umfjöllun sinni og úrvinnslu þeirra vinnuganga sem fyrirliggja sbr. ofantalda þætti jafnframt leita eftir viðhorfum faglegs hlutlauss aðila um hvernig ná megi fram sem víðtækustum sjónarmiðum um framtíðarskipan skólamála í Vestmannaeyjum.

7.      Að umfjöllun lokinni skal Stýrihópur um skólamál leggja fyrir Skólamálaráð  tillögur um framtíðarskipan skólamála í Vestmannaeyjum. Hópurinn skal í því sambandi hafa að leiðarljósi hina faglegu, félaglegu og fjárhagslegu þætti. Skólamálaráð afgreiðir tillögurnar síðan til Bæjarráðs sem endanlega afgreiðir þær til Bæjarstjórnar.

8.      Stefnt skal að því að öll vinna að mótun framtíðarstefnu gangi fljótt og vel fyrir sig og skal stýrihópurinn skila niðurstöðum eigi síðar en 7. apríl næst komandi.

9.      Störf vinnuhópanna, sbr. 1. lið eru ólaunuð.

Samþykkt að halda sameiginlegan fund  stýrihóps og fulltrúa vinnuhópa fimmtudaginn 4. mars kl 16.30 þar sem vinnuhópar skila frá sér niðurstöðum.

Samþykkt var að fela Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa að ræða við fagaðila innan sérkennslunnar og fara yfir stöðu sérkennslu í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjum 04.02.?04

F.h. formanns stýrihóps, Ragnars Óskarssonar

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs


Jafnlaunavottun Learncove