Hvar er barnamenningin?
Málþing á vegum Barnamenningarsjóðs. Gerðubergi, laugardaginn 5. mars kl. 8:30 - 16:00Í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Menntamálaráðuneytið styrkir málþingið.
Aðalmarkmið ráðstefnunnar er að efla barnamenningu í landinu og stuðla að auknum tengslum milli aðila sem vinna að menningu barna á mismunandi sviðum og út frá mismunandi forsendum. Á málþinginu verða fluttir fyrirlestrar og að þeim loknum verður boðið upp á fjórar málstofur. Kynnt verða ýmis skapandi verkefni með börnum sem unnið hefur verið að víðs vegar um landið og sem vonandi verða uppspretta að nýjum hugmyndum. Einnig verður haldin kynning á undirbúningi að stofnun Listaverkasafns Gagns og gamans.
Hvar er barnamenningin? Aðalmarkmið ráðstefnunnar er að efla barnamenningu í landinu, m.a. á þann hátt að ráðstefnan stuðli að auknum tengslum milli aðila sem vinna að barnamenningu á mismunandi sviðum og út frá mismunandi forsendum.
Það er nokkuð einkennandi fyrir stöðu barnamenningar hér á landi að hún er alls staðar en þó hvergi. Mjög lítið hefur verið gert af því að stýra barnamenningu með mótun stefnu eða laga- eða reglugerðarsetningu. Barnamenning blómstrar víða en það er vegna frumkvæðis og áhuga einstaklinga og einstakra stofnana.
Ríkisstofnanir sem vinna á sérhæfðum sviðum og hafa sérfræðingum á að skipa, svo sem lista- og menningarsöfn, vinna að barnamenningarverkefnum. Stofnanir sveitarfélaga sem sinna grunnþjónustu við börn og unglinga vinna líka að slíkum verkefnum, svo og einkaaðilar. Þessir aðilar hafa ólíkar forsendur og mismunandi áherslur. Það liggur í augum uppi að aukin samvinna þeirra er mikilvægur þáttur til eflingar barnamenningar í landinu. Hver aðili fyrir sig getur lagt fram mikilvægan skerf, en vegna þess hversu sjálfsprottin barnamenningin er og hversu lítt henni er stýrt að ofan, skortir farvegi fyrir samstarfið.
Markmið málþingsins eru:
- Að kynna Barnamenningarsjóð og hugtakið barnamenning.
- Að efla barnamenningu í landinu.
- Að vekja athygli á skapandi vinnu með börnum, fyrir börn og þeirra eigin menningu, sem fram fer á landinu er gæti orðið uppspretta að nýjum
hugmyndum. - Að koma fólki saman í hugarflæði sem síðan myndi þróa og vinna að verkefnum, jafnt einkaaðilum og fólki í starfi hjá opinberum aðilum.
Málþingið verður haldið laugardaginn 5. mars frá kl. 9-16.
Skráning: gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is eða 575 7706.
Ráðstefnugjald: Kr. 3.500.- Greitt við skráningu inn á reikning Gerðubergs. Kt. 410289-1489. Bankaupplýsingar: 1150-26-54715. Innifalið: Ráðstefnugögn, léttur hádegisverður og kaffi.
Afhending skráningargagna fara fram milli 8:30 og 9:00.
Fyrir hádegi verða haldnir fyrirlestrar og eftir hádegi verða opnaðar fjórar málstofur.
Listaverkasafnið Gagns og gamans:
Gerðuberg undirbýr nú formlega stofnun listaverkasafnsins Gagns og gamans. Verður sú vinna kynnt fyrir gestum auk þess sem sett verður upp sýning með myndum og fróðleik. Í safninu er að finna um 1000 verk eftir börn sem safnað hefur verið markvisst síðustu 18 árin á Gagn og gaman námskeiðunum í Gerðubergi. Sjá nánari umfjöllun um listsmiðjurnar...
Af vef mrn.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar