16. júlí 2004

Húsasmiðir framtíðarinnar. Byggð að rísa í Bjarnarborg undir stjórn Villa kofakarls

Húsasmiðjan, Eimskip og fleiri hafa styrkt þetta framtak Vestmannaeyjabæjar.  Reisugilli haldið að viku liðinni. Smíða-og kofaleikvöllur hóf starfsemi sína 1. júlí s.l. fyri

Húsasmiðjan, Eimskip og fleiri hafa styrkt þetta framtak Vestmannaeyjabæjar.  Reisugilli haldið að viku liðinni.

Smíða-og kofaleikvöllur hóf starfsemi sína 1. júlí s.l. fyrir 4.5. og 6 bekk á lóð Bjarnarborgar og er það á vegum Íþrótta-og æskulýðsráðs Vestmannaeyja. Umsjónarmaður þessara starfsemi er Vilhjálmur Vilhjálmsson, kofakarl eins og hann kallar sig.  Vilhjálmur segir aðsókn hafa verið góða, þetta 20 - 30 smiðir, sem mæti upp á dag hvern, skipuleggi og taki fram hamrana.  Málingavinna er hafinn á nokkrum kofum og er litadýrðin mikil.  Húsasmiðjan leggur hana til og hefur verið mjög hjálplegt og tilbúið að aðstoða byggingameistarana.  Sömuleiðis Eimskip.  Þessi fyrirtæki í bænum hafa styrkt þessa starfsemi og fyrirhugað er heljarinnar reisugilli í lok tímabilsins í næstu viku.  Heyrst hefur að heildverslun Karls Kristmannssonar kunni að mæta á svæðið með Pepsí og annað góðgæti í gillið.

Nokkuð hefur borið á að ópruttnir hafa komið og skemmt húsin, þannig að hópurinn þurfti að taka til sinna ráða og er nú með vakt á staðnum. Strákarnir eru byrjaðir að mála og eru að leggja lokahönd á húsagerðina. Sjón er sögu ríkari og viljum við hvetja foreldra til að kíkja á afraksturinn.


Jafnlaunavottun Learncove