2. maí 2005

Hreinsunardagur á Heimaey 7.maí

Laugardaginn 7. maí 2005 verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár en í fyrra tilkynntu eftirtalin félagasamtök þátttöku sína:Akóges

Laugardaginn 7. maí 2005 verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár en í fyrra tilkynntu eftirtalin félagasamtök þátttöku sína:

  • Akóges
  • Björgunarfélag Vestmannaeyja
  • Fimleikafélagið Rán
  • Framsóknarfélag Vestmannaeyja
  • Frímúrarareglan
  • Hvítasunnukirkjan
  • Íþrótta- og hestamannafélagið Gáski
  • KFUM og K
  • Kiwanis / Sinawik
  • Lions
  • Oddfellow
  • Rotaryklúbbur Vestmannaeyja
  • Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
  • Skátafélagið Faxi
  • Skotfélag Vestmannaeyja
  • Skógræktarfélag Vestmannaeyja
  • Vestmannaeyjalistinn

Félagsmenn þessara félaga eru beðnir um að hafa samband við forsvarsmenn síns félags og tilkynna þáttöku og eru forsvarsmenn ofantalinna félaga eru beðnir um að tilkynna þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Forsvarsmenn félaga sem ekki boðuðu þátttöku í fyrra en hafa áhuga að vera með eru beðnir um að hafa samband við Umhverfis og framkvæmdasvið, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-5030 fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí n.k.

Þeir sem standa utan félaga en hafa áhuga á að taka þátt í hreinsunardeginum eru einnig hvattir til þess skrá sig.
Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir - mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir - sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Hugmyndin er að byrjað verði kl. 10.00 og verið að til kl. 12.00. Þá verður grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á Ráðhúsplani.

Svartir-og appelsínugulir sorppokar verða afhentir í Þjónustumiðstöðinni (Áhaldahúsi) milli kl: 9:30 og 10:00

Sorpeyðingarstöðin verður opin frá kl:9:00.
Gámar verða á opnum svæðum og gámarnir við höfnina verða opnir á hreinsunardaginn.

Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna

Frosti Gíslason
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar


Jafnlaunavottun Learncove