Hreinn ávinningur
Hvað er að græða á umhverfisstarfi í fyrirtækjum?
Boðað er til ráðstefnu um umhverfisstarf í fyrirtækjum miðvikudaginn 28. september n.k. kl. 8:30 - 13:00 á Grand Hótel í Reykjavík.
Á ráðstefnunni munu fulltrúar fyrirtækja fjalla um umhverfisstjórnun, þýðingu umhverfisstarfs fyrir ímynd, menningu og samkeppnishæfni fyrirtækja og um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af umhverfisstarfi. Þá ávarpa Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ráðstefnuna.
Ráðstefnan er skipulögð af Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Alþýðusambandi Íslands og Umhverfisfræðsluráði.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@si.is fyrir 26. september nk.
Í ráðstefnugjaldi sem er kr. 5.000.- er innifalið kaffi og hádegisverður .
Dagskrá og nánari upplýsingar (pdf-skjal).
Verið velkomin
Umhverfisfræðsluráð
Af vef yumhverfisrn.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja