Hraunskógur
Slóðar og stígar í Hraunskógi Árið 1999 gerði Vestmannaeyjabær 75 ára samning við Skógræktarfélag Íslands um landgræðsluskóg á 28 ha. í nýja hrauninu austan við bæinn.S.Í. útvegar trjáplöntur en bærinn o
Slóðar og stígar í Hraunskógi
Árið 1999 gerði Vestmannaeyjabær 75 ára samning við Skógræktarfélag
Íslands um landgræðsluskóg á 28 ha. í nýja hrauninu austan við bæinn.
S.Í. útvegar trjáplöntur en bærinn og sjálfboðaliðar sjá um að
gróðursetja. Undanfarin ár hafa um 20.000 tré verið gróðursett víðs
vegar um svæðið sem kallast Hraunskógur. Þá hefur Skógræktarfélag
Vestmannaeyja með tilstuðlan Pokasjóðs staðið fyrir merkingum á götum
sem hurfu undir hraun og vikur.
Undanfarin sumur hafa menn í atvinnuátaki á vegum bæjarins unnið við
stígagerð þar sem hraunið er úfnast og verst yfirferðar svo nú eru
komnir margir göngustígar um svæði sem áður var aðeins fært fuglinum
fljúgandi. Á meðfylgjandi korti sem unnið var á Umhverfis- og
framkvæmdasviði sjást bílfærir slóðar merktir með rauðu og göngustígar
merktir með gulu.
Árið 1999 gerði Vestmannaeyjabær 75 ára samning við Skógræktarfélag
Íslands um landgræðsluskóg á 28 ha. í nýja hrauninu austan við bæinn.
S.Í. útvegar trjáplöntur en bærinn og sjálfboðaliðar sjá um að
gróðursetja. Undanfarin ár hafa um 20.000 tré verið gróðursett víðs
vegar um svæðið sem kallast Hraunskógur. Þá hefur Skógræktarfélag
Vestmannaeyja með tilstuðlan Pokasjóðs staðið fyrir merkingum á götum
sem hurfu undir hraun og vikur.
Undanfarin sumur hafa menn í atvinnuátaki á vegum bæjarins unnið við
stígagerð þar sem hraunið er úfnast og verst yfirferðar svo nú eru
komnir margir göngustígar um svæði sem áður var aðeins fært fuglinum
fljúgandi. Á meðfylgjandi korti sem unnið var á Umhverfis- og
framkvæmdasviði sjást bílfærir slóðar merktir með rauðu og göngustígar
merktir með gulu.
Kristján Bjarnason, garðyrkjustjóri.