Holræsaframkvæmdir ganga vel
Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu unnið að endurnýjun holræsalagna í bænum skv. áætlun til ársins 2010. Að undanförnu hefur verið unnið að endurnýjun holræsa í Vestmannabraut frá Kirkjuvegi að Heimagötu. S
Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu unnið að endurnýjun holræsalagna í bænum skv. áætlun til ársins 2010. Að undanförnu hefur verið unnið að endurnýjun holræsa í Vestmannabraut frá Kirkjuvegi að Heimagötu. Skipt er um stofnlagnir, burðarlög og malbiksslitlög á svæðinu. Stefnt er að því að ljúka malbikun á fyrri verkhluta þann 23. júlí n.k.
Hlutaðeigandi aðilar eru beðnir um að sýna aðgæslu á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur.
Vestmannaeyjabær þakkar fyrir sýnda tillitsemi vegna framkvæmdanna.
Með góðri kveðju
Frosti Gíslason
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar