Höfðingleg gjöf frá Eykyndli
Stjórn Slysavarnafélags Eykyndils afhenti í gær Vestmannaeyjabæ 2.5 milljónir króna að gjöf til kaupa og uppsetningar á nýju öryggis- og eftirlitskerfi fyrir Íþróttamiðstöðina.
Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir, bæjastjórinn Bergur E. Ágústsson, formaður Menningar- og tómstundaráðsins og aðrir meðlimir ráðsins veittu þessari höfðinglegu gjöf móttöku og færðu viðkomandi þakkir frá Vestmannaeyjabæ.
Við athöfnina mættu og meðlimir stjórnar Slysavarnafélagsins Eykyndils, framantaldir svo og forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, eftirlitsmaður fasteigna Vestmannaeyjabæjar starfsmenn fræðslu-og menningarsviðs og aðrir gestir.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, Vignir Guðnason fór að afhendingu lokinni með hópinn og sýndi og útskýrði virkni þessara öryggistækja. Á eftir þáðu menn kaffiveitingar.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.