7. desember 2004

Hljómsveitin Jagúar hingað í janúar

Jagúar uppsker 5 tilnefningar til "Íslensku tónlistarverðlaunanna"  Fræðslu-og menningarsvið í samvnnu við Leikfélag Vestmannaeyja hafa lagt drögin að fá hljómsveitina hingað í janúar

Jagúar uppsker 5 tilnefningar til "Íslensku tónlistarverðlaunanna" 

Fræðslu-og menningarsvið í samvnnu við Leikfélag Vestmannaeyja hafa lagt drögin að fá hljómsveitina hingað í janúar og munu þeir halda tónleika í Bæjarleikhúsinu. Nánar verður fjallað um komu þeirra er nær dregur og verða tónleikarnir auglýstir með góðum fyrirvara.

Hljómsveitin Jagúar hlýtur tvær tilnefningar fyrir nýútkominn geisladisk sinn "Hello Somebody!". Dómnefnd tilnefndi diskinn sem bestu poppplötu ársinsog hjómsveitina sem besta fytjanda ársins. Smekkleysa gefur út og dreifir disknum.

Fyrsta upplag disksins, sem gefinn var út 22. nóvember, er nú á þrotum og er von á öðru upplagi til landsins í næstu viku. Jagúar koma líka sterkt út í djassflokki þar sem "Dansaðu fíflið Þitt dansaðu!" hlýtur 3 tilnefningar. Diskurinn er útnefndur sem besta djassplata ársins,Ástin eftir Tómas R. Einarsson í útsetningu Samúels J. Samúelssonar er tilnefnt sem bestadjasslag ársins. Samúel Jón Samúelsson og Stórsveitin Jagúar hljóta síðan útnefningar sem bestu flytjendur ársins.

"Dansaðu fíflið þitt dansaðu" hefur að geyma tónleikaupptökur af einstökum viðburði Listahátíðar 2004. Samúel Jón Samúelsson átti heiðurinn af því að velja og útsetja verk Tómasar R. Einarssonar og fékk félaga sína úr Jagúar til liðs við sig ásamt 8 öðrum hljóðfæraleikurum til að flytja þau á Listahátíð sl. vor. Hljómsveitin Jagúar er skipuð þeim Daða Birgissyni hljómborðsleikara, Berki Hrafni Birgissyni gítarleikara, Inga S. Skúlasyni bassaleikara, Kjartani Hákonarsyni trompetleikara, Sigfúsi Erni Óttarssyni trommuleikara og Samúel J. Samúelssyni sem spilar á básúnu og syngur. Fyrir tónleikana voru einnig kallaðir til trompetleikararnir Lasse Lindgren og Ívar Guðmundsson, saxófónleikararnir Daniel Rorke, Sigurður Flosason og Óskar Guðjónsson, Gísli Galdur skífuþeytari og Bogomil Font slagverksleikari og söngvari.

Þessi öflugi 14 manna hópur kom fram un dir nafninu Stórsveitin Jagúar.  Þeir sem urðu vitni af atburðinum töldu þetta eina skemmtilegustu tónleika ársins og lofuðu bæði skemmtilegt verkefnaval og magnaðan flutning.

Það verður ekki annað sagt en að Jagúarfélag r uppskeri vel eftir viðburðaríkt ár þar sem þeir hafa deilt sviði með Harry Belafonte og guðföðurnum sjálfum James Brown sem hældi hljómsveitinni í hástert. Þá kynntust þeir jafnframt upptökustjóra Jamiroquai, Al Stone, sem lagði  hönd á plóg við gerð Hello Somebody og réðu sér umboðsmann í Bretlandi eftir tónleika í Jazz Cafe í London í febrúar sl. Í undirbúningi hjá þeim núna er alþjóðleg útgáfa á "Hello Somebody!" á vegum Smekkleysa/Bad TasteUK. Útgáfunni fylgja þeir eftir með tónleikaferð um Evrópu í apríl/maí  á næsta ári. 

Jagúar spila og kynna "Hello Somebody!" í Skífunni á Laugavegi klukkan 16.00 laugardaginn 11. desember.

Nánari upplýsingar og viðtöl veita: Börkur Hrafn Birgisson í síma 6618809 Samúel J. Samúelsson í síma 8616098

<?/fontfamily>  ´

&UACUTE;r fréttatilkynningu

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove