16. janúar 2004

Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu

Innlegg í umræðuna á skolamal@vestmannaeyjar.is frá Kristjáni Bjarnasyni Það gekk ekki nógu vel í samræmdu prófunum í fyrra.  -Hvað g
Innlegg í umræðuna á skolamal@vestmannaeyjar.is frá Kristjáni Bjarnasyni

Það gekk ekki nógu vel í samræmdu prófunum í fyrra.  -Hvað gerum við í því?  Við hljótum að skoða skólamálin  í heild sinni. Þá á ég ekki aðeins við það sem gerist innan veggja skólanna heldur líka í bæjarfélaginu öllu.  Viðhorf til skólamála. Til uppeldismála almennt.

En í  stað þess að skoða skólamálin í heild er aðeins  aðeins velt upp einni spurningu hér í bæ: Gæti það eflt skólastarfið að aldursskipta grunnskólunum?

Það er góðra gjalda vert að fá svar við þessarri einu spurningu, en menn skulu ekki halda að þá séu málin leyst, það væri of mikil einföldun.

Auðvitað á bærinn að hafa forystu um að skoða málin í heild sinni, greina stöðuna og ekki síst skoða hvað menn eru að gera annarsstaðar á landinu. Því það vill svo vel til að hringinn í kringum landið eru menn að fást við sama verkefnið og öll sveitarfélög eru í rauninni eins upp byggð. Ekki nóg með það heldur eigum við mjög öflugan kennaraháskóla og fjöldinn allur af rannsóknum og þróunarverkefnum á þessu sviði hefur verið og er í gangi alla daga. Það hlýtur að vera mikið af þeim að læra. Og það má aldrei  gleymast að starfa náið með og virða   það metnaðarfulla starfsfólk sem vinnur í barnaskólunum okkar; hafa það með í því  skemmtilega verkefni að  gera góða skóla betri.

  

Kristján Bjarnason


Jafnlaunavottun Learncove