Heimsókn frá KPMG
Um daginn komu Magnús Kristjánsson og Róbert Ragnarsson hjá KPMG og hittu forstöðumenn úr stofnunum Sveitafélagsins á fundi.
Þeir fóru yfir vinnuferlið við fjárhagsáætlunargerð og aðkomu forstöðumanna að henni. Einnig fóru þeir yfir ábyrgð forstöðumanna þegar kemur að því að halda rekstri stofnunar innan fjárheimilda fyrir hvert ár. Var þetta liður í endurmenntun fyrir forstöðumenn.