Heimsókn frá Byggðastofnun
Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS.
Þau komu í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar tölulegum upplýsingum er varða landsbyggðarsveitarfélögin (Mælaborð | Byggðastofnun (byggdastofnun.is)
Sérstök athygli var vakin á könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) er varðar mikilvæga þjónustuþætti. Hægt er að taka þátt í könnuninni með því að fara á www.maskina.is/byggdastofnun
Gestirnir komu færandi hendi með bókina Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi en í henni eru fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar háskólastofnanir. Í ritinu er farið yfir svæðisbundna mannfjöldaþróun á Íslandi, mynstur búferlaflutninga o.fl.