Heimaþjónusta - atvinna í boði
Heimaþjónusta / Frekari liðveisla– dagvinna
Óskum eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu og frekari liðveislu. Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inn á heimili þeirra og við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup ofl. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða 50-100 % starfshlutfall í afleysingar og með möguleika á framtíðarstarfi. Vinnutími getur verið sveigjanlegur.
Einnig er auglýst eftir starfsmanni í aðstoð við dagdvöl á Hraunbúðum í 15 % starfshlutfall.
Vinnutími er e.h á miðvikudögum og fimmtudögum. Tilvalið til dæmis með skóla.
Nálgast má umsóknareyðublöð í þjónustuveri í Ráðhúsinu eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í málefnum aldraðra á solrun@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2000