17. nóvember 2022

Heimaey vinnu- og hæfingarstöð auglýsir starf þroskaþjálfa.

Auglýst er eftir þroskaþjálfa í málefnum fatlaðs fólks til starfa í Heimaey. Um er að ræða 75% starfshlutfall.

Þroskaþjálfi hefur umsjón með verkefnum og samhæfingu faglegs starfs innan hæfingar, s.s. einstaklingsþjálfun og útfærslu verkefna í hæfingu í samráði við yfirþroskaþjálfa og forstöðumanns.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Starfið felur í sér samræmingu faglegs starfs á þjónustueiningunni.

· Veitir leiðbeinendum leiðsögn og ráðgjöf í starfi.

· Veitir leiðsögn með því markmiði að auka færni einstaklinga í þátttöku í daglegu lífi.

· Verkefnaval miðar að verkþjálfun, persónulegri umhirðu, heimilishaldi, félagslegum þáttum, hreyfingu og afþreyingu.

· Vinnur í samræmi við stefnumörkun hæfingar og lög um málefni fatlaðs fólks

· Sinnir ýmsum útréttingum og öðrum þeim störfum sem honum er falið af forstöðumanni

Hæfniskröfur

· Háskólamenntun – þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi

· Umfangsmikil þekking og reynsla af ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk.

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

· Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið

Starfið er laust frá 1. janúar 2023. Umsóknarfrestur er til 30.11.2022

Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið thoranna@vestmannaeyjar.is merkt ,,Þroskaþjálfi, Heimaey vinnu og hæfingarstöð“.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóranna Halldórsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar í tölvupósti thoranna@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882620

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.