17. nóvember 2022

Heimaey vinnu- og hæfingarstöð auglýsir eftir starfsmanni á hæfingastöð.

Auglýst er eftir starfsmanni á hæfingarstöð í málefnum fatlaðs fólks til starfa í Heimaey. Um er að ræða tvö störf, 75% starfshlutfall og 50% starfshlutfall.

Helsta markmið starfsins er að hvetja, efla og auka/viðhalda getu starfsmanna/þjónustunotenda í uppbyggilegu umhverfi Heimaeyjar vinnu- og hæfingarstöðvar.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Starfsmaður á hæfingarstöð er þátttakandi í því að skapa aðstöðu fyrir alla starfsmenn til margháttaðra starfa og verkefna í Heimaey.

· Veita starfsmönnum/þjónustunotendur leiðsögn í verklegum þáttum og félagslegum samskiptum.

· Þjálfa skyn- og hreyfifærni starfsmanna/þjónustunotenda

· Aðstoða starfsmenn/þjónustunotendur við allar daglegar þarfir.

· Daglegur frágangur og þrif

· Sinnir ýmsum útréttingum og öðrum þeim störfum sem honum er falið af forstöðumanni

Hæfniskröfur

· Menntun sem nýtist í starfi er kostur

· Reynsla af starfi með fötluðum er kostur

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Stundvísi, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi

· Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki

· Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið

Starfið er laust frá 1. janúar 2023, kostur ef viðkomandi getur hafið störf fyrr. Umsóknarfrestur er til 30.11.2022

Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið thoranna@vestmannaeyjar.is merkt ,,Leiðbeinandi 75%,, eða ,,Leiðbeinandi 50%,, Heimaey vinnu og hæfingarstöð“.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóranna Halldórsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar í tölvupósti thoranna@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882620

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.