Hegðunarvandi og geðraskanir barna og unglinga
Ráðstefna á vegum Barnaverndarstofu, Barna- og unglingadeildar LSH, Miðstöðvar heilsuverndar barna og Landlæknisembættisins verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 3. og 4. febrúar 2005. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið þremur erlendum gestum sem flytja fyrirlestra, þeim Poul Nissen sálfræðingi frá Danmörku, Tore Andreassen sálfræðingi og Lars Hammer barna- og unglingageðlækni, sem báðir koma frá Noregi. Auk þess flytja fjölmargir íslenskir sérfræðingar erindi á ráðstefnunni. Í lok fyrri dagsins verða umræður, en ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum með þátttöku stjórnmálamanna og fulltrúa frá helstu stofnunum sem sinna geðheilbrigði barna og unglinga.
Á heimasíðu landlæknis eru upplýsingar um fyrirkomulag vegna skráningar, þátttökugjald og þar er dagskrá ráðstefnunnar birt.
af vef heilbrigðisráðuneytisins
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.