Hávarði þökkuð góð störf hjá Vestmannaeyjabæ
Hávarður Birgir Sigurðsson lét af störfum hjá Vestmannaeyjabæ um síðustu mánaðarmót eftir 38 ára farsælt starf, lengst af sem yfirverkstjóri hjá bænum. Eitt af fyrstu verkum Hávarðar fyrir bæinn var að stjórna lögn vatnsveitunn
Hávarður Birgir Sigurðsson lét af störfum hjá Vestmannaeyjabæ um síðustu mánaðarmót eftir 38 ára farsælt starf, lengst af sem yfirverkstjóri hjá bænum. Eitt af fyrstu verkum Hávarðar fyrir bæinn var að stjórna lögn vatnsveitunnar frá fastalandinu til Eyja sem var eitt af stærri verkefnum sem bærinn hefur lagt í. Samstarfsmenn Hávarðar í Áhaldahúsinu og starfsmenn Vestmannaeyjabæjar þakka honum fyrir ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.